Fara í efni
11.07.2023 Fréttir

Byggingareitur við Áshamar 77

Vestmannaeyjabær lausan til úthlutunar byggingarétt á reit fyrir fjölbýlishús við Áshamar 77

Deildu

Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst 2023.

Umsóknir skulu sendar inn í gegnum rafrænt kerfi í íbúagátt sem lóðarumsókn.

SÆKJA UM BYGGINGARÉTT

Um byggingarreitinn

Um er að ræða fjölbýlishúsareit fyrir allt að 18 íbúðir. Grunnflötur byggingarinn er 715 m2 og hámarksbyggingarmagn 2.860 m2. Hámarksvegghæð er 9 m frá aðkomukóta jarðhæðar og þak skal vera hallandi þak.

Með byggingareitnum fylgir byggingaréttur fyrir allt að 7 bílskúra.

Lóðir og byggingarreitir eru sýndar á deiliskipulagsuppdrætti hér að neðan. Umsækjendum er bent á að kynna sér vel skilmála í greinagerð deiliskipulagsins. Lóðin eru afhent í núverandi ásigkomulagi.

GREINARGERÐ DEILISKIPULAGS

SKIPULAGSUPPDRÁTTUR

SKUGGAVARP

SKUGGAVARPÞRÍVÍDD

Gögn með umsókn:
Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda vinnureglur um úthlutun lóða í Vestmannaeyjum. Í reglunum eru tilgreindar kröfur til umsækjenda.

Umsækjendur skulu skila inn yfirlýsingu til staðfestingar fjárhagsstöðu tilgreind í 6. gr. vinnureglnanna, í lið 1 og 2.

VINNUREGLUR VIÐ ÚTHLUTUNBYGGINGARLÓÐA