Fara í efni
12.02.2007 Fréttir

Brunavarnarátak 8 ára barna 2006 - Eldvarnagetraun.

Laugardaginn 10. febrúar, mætti til okkar á æfingu Elín Ósk Sindradóttir nemandi í Barnaskóla Vestmannaeyja.
Deildu

Laugardaginn 10. febrúar, mætti til okkar á æfingu Elín Ósk Sindradóttir nemandi í Barnaskóla Vestmannaeyja.
Tilefnið var að taka við verðlaunum Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna í eldvarnagetraun 2006.
Voru Elínu Ósk veitt verðlaun, en Elín átti eina af 33 réttum lausnum sem dregnar voru út.
Verðlaunin voru: Vandaður MP3 spilari, viðurkenningarskjal, og reykskynjari.

Við í Slökkviliði Vestmannaeyja viljum þakka öllum 8 ára börnum í Eyjum fyrir veitta aðstoð í eldvörnum á heimilum.