Á laugardaginn 9. Febrúar kom til okkar á slökkvistöðina Sirrý Rúnarsdóttir Foldahrauni 27 nemandi Hamarsskóla til að taka við viðurkenningu fyrir þátttöku í Eldvarnaátaki sem allir 8 ára nemendur í landinu tóku þátt nú fyrir síðustu jól.Þátttakan var mjög góð um 4000 börn tóku þátt og var rétt lausn Sirrýjar dregin úr 34 réttum úrlausnum. Verðlaunin voru: Sony MP3 spilari, Reykskynjari og viðurkenningarskjal frá Landssambandi Slökkviliðs og Sjúkraflutningamanna.
Það er samdóma álit þeirra sem tóku þátt í Eldvarnavikunni 2007 að hún hafi heppnast afar vel og er það mat manna að fornvarnagildið sé ótvírætt.
Vestmannaeyjar 9. Febrúar
Ragnar Þór Baldvinsson slökkviliðsstjóri.