Fara í efni
25.01.2021 Fréttir

BRUNAVARNAÁÆTLUN SLÖKKVILIÐS VESTMANNAEYJA 2021-2026

Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þær áhættur sem eru í sveitarfélaginu.

Deildu
Slökkviliðsbílar

Brunavarnaáætlanir eiga að stuðla að því að vernda líf og heilsu fólks, umhverfi og eignir með fullnægjandi eldvarnaeftirliti og viðbúnaði við eldsvoðum og mengunaróhöppum á landi.
Brunavarnaáætlanir gefa íbúum og stjórn sveitarfélagsins gott yfirlit yfir starfsemi og ástand slökkviliða og geta því orðið grunnur að gæðastjórnun og áætlun um endurbætur t.d. hvað varðar búnað, menntun og samstarf við aðra aðila.


Lögum samkvæmt skal endurskoða og uppfæra brunavarnaáætlanir á fimm ára fresti og hófst formleg vinna við þessa nýjustu áætlun í lok síðasta sumars og lauk svo endanlega í nóvember með samþykki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar og bæjarstjórnar. Áætlunin var undirrituð þann 11.11.2020 og tók gildi nú um áramótin.

https://www.vestmannaeyjar.is/.../Brunavarnaaaetlun-SLV...

Friðrik Páll ArnfinnssonSlökkviliðsstjóri