Leikritið Egla í nýjum spegli var sýnt fyrir miðstig grunnskólanna í morgun og að sögn Hallveigar Torlacius leikara og leikhússtjóra heppnuðust sýningarnar eins og best var á kosið. Hún sagðist hafa haft óhemjugaman af þessum aldurshópi, krakkarnir hefðu tekið vel við efninu, einkanlega drengirnir sem voru uppnumdir. Einn drengjanna kom til Hallveigar að sýningu lokinni og fræddi hana á því að hann væri 28. maður frá Agli og hafði hann þessar upplýsingar frá föður sínum í gegn um Íslendingabók. Þórhallur Sigurðsson var leikstjóri og Helga Arnalds ´höfundur leikmyndar og gerði brúðurnar. Þessi sýning hefur hvarvetna hlotið hið mesta lof gagnrýnenda.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta ágæta leikhús sækir okkur heim, hefur þó nokkrum sinnum sýnt í leik- og grunnskólum. Einnig hefur hún verið með atriði á 17. júní hér.
Fræðslu- og menningarsvið þakkar henni kærlega komuna og vonast til að fá frekari upplýsingar um þau verkefni sem eru í deiglunni.
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.