Fara í efni
21.06.2007 Fréttir

Brotamálmar fjarlægðir

Mánudaginn 25. júní kemur skip frá Furu málmendurvinnslu til Eyja og mun fjarlægja brotamálma frá Heimaey. Þeir sem eiga málmhluti og annað slíkt á lóðum og landsvæði bæjarins mega eiga von á því að þeir hlutir verði fjarlægðir á kost
Deildu

Mánudaginn 25. júní kemur skip frá Furu málmendurvinnslu til Eyja og mun fjarlægja brotamálma frá Heimaey.


Þeir sem eiga málmhluti og annað slíkt á lóðum og landsvæði bæjarins mega eiga von á því að þeir hlutir verði fjarlægðir á kostnað þeirra og farið með þá í endurvinnslu. Sérstök áhersla verður lögð á hreinsun svæða austan við Sorpeyðingarstöðina, hafnarsvæði og Eiði.