Eins og fram hefur komið hér gáfu afkomendur Einars Sigurðssonar útgerðarmanns og Svövu Ágústsdóttir, konu hans listaverkið "Í minningu foreldra minna" eftir Gerði Helgadóttur myndhöggvara sem staðsett er austur á Skansi í tilefni 100 ára afmælis Einars. Sama dag 7. febrúar afhentu þeir einnig við hátíðlega athöfn á Byggðasafni Vestmannnaeyjabæ brjóstmyndir úr bronsi af þeim hjónum eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara.
Bæjaryfirvöld tóku formlega við þessum höfðinglegu gjöfum og þökkuðu afkomendum raunsnarlegar gjafir.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja