Fara í efni
09.02.2006 Fréttir

Brjóstmyndir af Svövu Ágústsdóttur og Einari Sigurðssyni.

Eins og fram hefur komið hér gáfu afkomendur Einars Sigurðssonar útgerðarmanns og Svövu Ágústsdóttir, konu hans lis
Deildu

Eins og fram hefur komið hér gáfu afkomendur Einars Sigurðssonar útgerðarmanns og Svövu Ágústsdóttir, konu hans listaverkið "Í minningu foreldra minna" eftir Gerði Helgadóttur myndhöggvara sem staðsett er austur á Skansi í tilefni 100 ára afmælis Einars. Sama dag 7. febrúar afhentu þeir einnig við hátíðlega athöfn á Byggðasafni Vestmannnaeyjabæ brjóstmyndir úr bronsi af þeim hjónum eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara.

Bæjaryfirvöld tóku formlega við þessum höfðinglegu gjöfum og þökkuðu afkomendum raunsnarlegar gjafir.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja