Við fengum Þórunni til okkar í tómstundastarfið lánaða frá íþróttahúsinu meðan starfsemi þar er takmörkuð. Við fengum yndislegu börnin af leikskólanum til okkar í vikunni syngjandi á glugga matsalar, við austurpall og við suðurpall. Við fengum líka Safnahelgina til okkar og höfum getað látið hana rúlla á fjórum stöðum, svo yndislegt að fá það sem er að gerast í bænum inn til okkar. Við bara verðum öll að muna að njóta dagsins og gera það besta úr honum en VÁ hvað það verður líka gaman þegar veiran verður farin á burt.
-Hraunbúðir-
