Helstu kostir flutningana eru hins vegar að nú er frístund undir sama þaki og skólinn sem gerir það að verkum að allt samstarf og öll samskipti milli skólans og frístundar verða mun auðveldari og betri.
Í skólanum fékk frístund afnot af þrem skólastofum sem við köllum heimastofur ásamt því að hafa aðgang að öllum sameiginlegum rýmum skólans eins og t.d. útisvæði, matsal og samkomusal.
Starfsemin hefur gengið vel og er í stöðugri þróun en ástandið í samfélaginu hefur haft áhrif á daglegt starf frístundar. Í upphafi skólaárs var lagt upp með að heimastofurnar væru þemaskiptar að því leitinu til að mismunandi starf væri boði í hverri og einni stofu ásamt því að börnin hefðu val hvað þeim langaði að gera yfir daginn. Í hertu aðgerðunum sem nú er í gangi höfum við þurft að hólfa skipta bekkjunum niður á stofur sem hefur haft áhrif á ofangreint skipulag. Síðan hólfaskiptingin fór í gang þá höfum við verið með annarskonar skipulag en þar tryggjum við að öll börnin hafi jafnan aðgang að því sem frístund hefur upp á að bjóða. Það var því mikil tilfærsla á leikföngum, tómsundatækjum, ritföngum og blöðum milli rýma í upphafi núverandi aðgerða.
Starfsemin er svipuð og hefur verið seinustu ár þar sem við leitum að bjóða börnunum upp á innihaldsríkt tómstundar- og frístundastarf í öruggu barnvænu umhverfi. Starfshættir einkennast af frjálsum leik barnanna sem og vali á verkefnum og viðfangsefnum. Við bjóðum upp á fylgd á æfingar í nærumhverfi og síðdegishressingu. Í um þrjátíu virka daga á hverju skólaári þegar skólinn er lokaður býður frístund upp á heilsdagsvistun frá klukkan 07:45-16:30 fyrir börn sem eru skráð á frístund.
Anton Örn Björnsson – forstöðumaður frístundar
