Fara í efni
07.08.2008 Fréttir

Breyting á veiðitímabili lunda sumarið 2008

Veiðitímabili lunda lauk þann 10.ágúst 2008 kl.20.00
Deildu

Bæjaráð fjallaði um stöðu lundastofnsins og lundaveiðitímabilið á fundi sínum 7.ágúst 2008. Fyrir lágu alvarlegar ábendingar bæði frá veiðimönnum og vísindamönnum sem gáfu ástæðu til að endurskoða veiðitímabilið fyrir veiðiárið 2008.

Bæjarráð samþykkir að stytta áður auglýst veiðitímabil til kl. 20.00 sunnudag 10. júlí. Enn fremur felur bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir því við viðkomandi yfirvöld að sérstök áhersla verði lögð á rannsókn á lunda næstu árin til að tryggja sjálfbærar veiðar á tegundinni.