Fyrirkomulagið verður með svipuðu sniði, þ.e að keyrður er út heitur matur í hádeginu samkvæmt fyrirfram samþykktu þjónustumati frá stuðningsþjónustu Vestmannaeyjabæjar.
Allar óskir um breytingar á þjónustu eða fyrirkomulagi skulu berast á netfangið heimsending@vestmannaeyjar.is eða í síma 488 2607. Tímabundnar breytingar á þjónustu innan dags ber að tilkynna á ofangreint netfang eða símanúmer fyrir kl 10 að morgni. Fyrir helgar þurfa tilkynningar um breytingar að berast fyrir kl 14 á föstudegiÖllum þjónustuþegum ættu nú þegar að hafa borist bréf með ofangreindum upplýsingum ásamt matseðli næstu fimm vikna.
05.01.2021
Breyting á fyrirkomulagi á heimsendum mat
Frá og með mánudeginum 4. janúar mun heimsending matar til eldri borgara hjá Vestmannaeyjabæ færast frá Hraunbúðum til S.B Heilsu ehf (GOTT).
