Fara í efni
25.09.2014 Fréttir

Breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014 Hafnarsvæði H-1

Deildu
 
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur þann 11. september 2014 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014 í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 11. júní til 23. júlí 2014. Ein athugasemd barst. Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdina og sent þeim sem gerðu athugasemd umsögn sína. Athugasemdin gaf tilefni til óverulgra breytinga á greinargerð tillögunar. Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa.