Fara í efni
23.02.2021 Fréttir

Bólusetningar hafnar hjá starfsfólki Hraunbúða

Það var stór dagur í dag þegar fyrstu starfsmennirnir á Hraunbúðum fengu bólusetningu gegn Covid 19.

Deildu

Fyrst til að þiggja sprautu var hún Dóra Kolbeinsdóttir starfsmaður í aðhlynningu. Hún var full tilhlökkunar yfir tilefninu. Á eftir fékk hún kokteil og gat loks látið sig dreyma um sól og hvíta sanda. Fleiri starfsmenn fylgdu í kjölfarið og fleiri eru eftir síðar í vikunni.