Fara í efni
04.04.2012 Fréttir

Bókasafn Vestmannaeyja 150 ára

Merki (logo) Bókasafns Vestmannaeyja
 
Deildu
Í ár er Bókasafn Vestmannaeyja 150 ára. Það er því orðið meira en tímabært að safnið eignist sitt eigið merki. Af því tilefni er óskað eftir tillögum að merki fyrir sumardaginn fyrsta, hinn19. apríl nk. Verðlaun verða veitt fyrir vinningsmerkið sem verður afhjúpað á afmælishátíð Bókasafnsins 30. júní nk.
 
Tillögur berist til Kára Bjarnasonar forstöðumanns safnsins eða til Kristínar Jóhannsdóttur í Ráðhúsinu. Þau gefa einnig allar nánari upplýsingar í s. 488 2000