Vestmannaeyjabær biðst velvirðingar á þessari bilun sem var ófyrirséð og biður vegfarendur að fara varlega í umferðinni, bæði gangandi og akandi.
12.02.2018
Bilun í moksturstæki
Vegna bilunar í snjómoksturstæki hjá Þjónustumiðstöð hefur ekki verið unnt að moka gangstéttir og gangstíga eins og kostur er. Beðið er eftir varahlutum að utan og verður tækið sett í gagnið um leið og mögulegt er.