Þjóðhátíð er í hugum okkar Vestmannaeyinga staður og stund þar sem fjölskyldan gerir sér glaðan dag saman. Lífinu er fagnað í fagurri náttúru, æskan ærslast og leikur sér, ástin blómstrar og allir syngja saman.
„Hefjum nú, bræður, vorn hátíðarsöng; hátt er til veggja í salnum ungir og gamlir í iðandi þröng allir sér skemmta í dalnum.“ (Þjóðhátíðarsöngur, 1938)
Fjölskyldu- og tómstundaráð beinir því til foreldra og forráðamanna að börn undir 18 ára aldri eru ólögráða og á ábyrgð foreldra. Þetta gildir einnig um gestkomandi börn, þau þurfa að vera á ábyrgð fullorðinna einstaklinga.
Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja