Fara í efni
20.10.2005 Fréttir

Baráttudagur kvenna

Vegna fyrirhugaðs baráttudags kvenna nk. mánudags, samþykkti bæjarstjórn Vestmannaeyja svohljóðandi tillögu á fundi sínum þann 19. október sl.
Deildu

Vegna fyrirhugaðs baráttudags kvenna nk. mánudags, samþykkti bæjarstjórn Vestmannaeyja svohljóðandi tillögu á fundi sínum þann 19. október sl.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að beina því til stjórnenda á vinnustöðum Vestmannaeyjabæjar að bregðast jákvætt við óskum kvenna um að leggja niður vinnu í þeim tilgangi að taka þátt í dagkrá Baráttudags kvenna 24. okt n.k. í tilefni 30 ára afmælis kvennafrídagsins. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur konur, sem vilja taka þátt í dagskránni, til að komast að samkomulagi við samstarfsmenn og stjórnendur um tilhögun.

Bæjarstjórn hvetur aðra atvinnurekendur til þess að gera slíkt hið sama og konur í Vestmannaeyjum að taka þátt í dagskránni.