- málefni Vestmannaeyja í nútíð og framtíð rædd
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í gær 22. sept. að halda íbúaþing í Vestmannaeyjum fyrri hluta desembermánaðar. Á þinginu verða rædd málefni Vestmannaeyja í nútíð og framtíð.
Þar á meðal annars að koma til umræðu skóla-, samgöngu-, atvinnu- og menningarmál-, íþrótta- og æskulýðsmál auk skipulagsmála. Þá verði reynt að kalla eftir þeirri framtíðarsýn sem íbúar Vestmannaeyja hafa á þróun byggðar og mannlífs í Eyjum næstu árin.
Bæjarstjórn hefur falið bæjarstjóra að skipleggja íbúaþingið og skal hann leita aðstoðar sérfróðra aðila við undirbúning þess.
Fræðslu og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.