Bæjarráð Vestmannaeyja - 3099. fundur
30. apríl 2019 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Njáll Ragnarsson formaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Elís Jónsson 1. varamaður og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá:
Umræða um samgöngumál - 201212068 | ||
Bæjarráð fór yfir stöðuna í dýpkunarmálum Landeyjahafnar og það sem gerst hefur síðastliðna viku í þeim efnum. Viðræður standa yfir við Vegagerðina um framhald dýpkunar í höfninni. Vonir standa til að höfnin opni loksins í þessari viku og að hægt verði að sigla fulla áætlun sem eru sjö ferðir á dag. | ||
2. | Tillaga héraðsskjalavarða um sameiningu fjögurra skjalasafna á Suðurlandi - 201903067 | |
Bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum barst bréf fjögurra forstöðumanna héraðsskjalasafna á Suðurlandi um sameiningu héraðsskjalasafna; a) Árnesinga; b)Austur-Skaftfellinga; c) Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga og d) Vestmannaeyja undir eitt öflugt skjalasafn til hagsbóta fyrir viðkomandi sveitarfélög og skjalasöfnin. | ||
Niðurstaða | ||
Bæjarráð samþykkir að kanna nánar kosti og galla sameiningar og aukinnar samvinnu héraðsskjalasafna á Suðurlandi. | ||
3. | Umsagnir frá Alþingi - bæjarráð - 201904142 | |
Atvinnuveganefnd Alþingis sendi Vestmannaeyjabæ til umsagnar frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi) með ósk um að hugsanleg umsögn berist eigi síðar en 2. maí nk. | ||
Niðurstaða | ||
Bæjarráð þakkar kynninguna og telur ekki tilefni til að senda sérstaka umsögn um frumvarpið. | ||
4. | Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2019 - 201904050 | |
Bæjarráð fjallaði um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja árið 2019. | ||
Niðurstaða | ||
Bæjarráð lýsir ánægju með þann fjölda og fjölbreytni listamanna sem ýmist sóttu um eða voru tilnefndir sem bæjarlistamaður Vestmannaeyja á þessu ári. Ljóst er heilmikil gróska er í menningu og listum í Eyjum. Bæjarráð tók ákvörðun um bæjarlistamann úr þessum hópi frábærra listamanna, en tilkynnt verður um valið þann 1. maí nk. kl. 11:00 í Einarsstofu. | ||
5. | Hjallastefnan - uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs - 201904195 | |
Vestmannaeyjabæ barst bréf frá Brú lífeyrissjóði þar sem óskað er eftir uppgjöri á ógreiddu framlagi til jafnvægissjóðs og varúðarsjóðs vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs. Með lagabreytingum sem tóku gildi 1. janúar 2017, þurftu launagreiðendur sem greitt höfðu til A-deildar sjóðsins að greiða framlag í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð. Framlag vegna jafnvægissjóðs og varúðarsjóðs vegna Hjallastefnunnar er enn ógreitt og því hefur lífeyrissjóðurinn óskað eftir uppgjöri á umræddum kröfum að fjárhæð rétt rúmum 6 m.kr. Öðrum sveitarfélögum sem samið hafa við Hjallastefnuna um rekstur leikskóla hefur verið send samskonar krafa og hafa nokkur sveitarfélögin þegar gert upp við lífeyrissjóðinn. | ||
Niðurstaða | ||
Bæjarráð samþykkir að gera upp við lífeyrissjóðinn vegna Hjallastefnunnar og felur fjármálastjóra að ganga frá greiðslunni. | ||
6. | Umræða um úttekt á framkvæmdum - 201901041 | |
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 14. janúar sl., að fela endurskoðendum reikninga bæjarins (KPMG) heildarúttekt á áætluðum kostnaði og heildarkostnaði vegna framkvæmda við Fiskiðjuna á árunum 2015 til 2018. Minnisblað KPMG var sent Vestmannaeyjabæ þann 8. apríl sl. | ||
Niðurstaða | ||
Meginniðurstöður KPMG á framkvæmdunum við Fiskiðjuna eru þær að undirbúningur kostnaðaráætlunar hefði mátt vera markvissari, sem og framkvæmdaáætlun og áætlun um nýtingu hússins, þar sem dreginn hefði verið fram áætlaður kostnaður og áætlaðar tekjur í því skyni að undirbúa fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins á hverjum tíma. Auk þess hefði eftirlit með framvindu verkefnisins mátt vera markvissara þannig að tryggt hefði verið að bæjarstjórn hefði forsendur til að bregðast við frávikum frá fjárheimildum með samþykkt viðauka. Þá liggur fyrir að þó nokkur frávik eru frá samþykktri fjárhagsáætlun ásamt viðaukum, eða allt að 54%. Fram kemur í minnisblaðinu að samtals nema fjárhagsáætlanir með viðaukum um framkvæmdir í Fiskiðjuhúsinu 574 m.kr. á árunum 2015-2018, en raunkostnaður var um 609 m.kr. á sama tímabili. | ||
7. | Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð - 200708078 | |
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45