Þær Hekla Katrín Benonýsdóttir og Jóhanna Svava Darradóttir leika á klarinett.
Þá kynnir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs valið á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2021.
Í framhaldi af því munu Sóley Óskarsdóttir og Þuríður Andrea Óttarsdóttir spila á gítar og syngja og að lokum spila þeir Viðar Stefánsson og Birgir Nielsen dúett á trommur.
Vegna sóttvarnartakmarkana verður viðburðinum streymt og kemur hlekkur inn á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar.
