Þegar spurt var hversu ánægðir eða óánægðir íbúar væru með gæði umhverfis í nágrenni við heimili sitt kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu voru 91% ánægð en einungis 9% óánægð. Ánægjan eykst mikið á milli ára og er einkunn Vestmannaeyjabæjar (á skalanum 1 til 5) 4,1 og því vel yfir landsmeðltal sem er 3,8.
Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar væru með skipulagsmál almennt í sveitarfélaginu kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu sögðust 72% ánægð en 28% óánægð og eykst ánægjan mikið á milli ára (fer úr 2,9 í 3,3) og því vel yfir landsmeðaltali sem er 3,1.
Umhverfis- og skipulagsráð fagnar þeirri almennu ánægju sem er bæði með gæði umhverfis í nágrenni heimila sem með skipulagsmál almennt. Hægt er að nálgast nánari niðurstöður með því að smella hér: Gallup