Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi í leik-, grunn- og tónlistarskólum sveitarfélagsins. Þeir sem geta sótt um í sjóðinn eru kennarar, kennarahópar, fagaðilar við skóla, einn eða fleiri skólar saman og fræðslusvið í samstarfi við skóla. Sjóðurinn styrkir verkefni til eins árs en einnig stærri verkefni til þriggja ára og þá eftir verkþáttum.
Ekki er um sérstaka áhersluþætti að ræða fyrir sjóðinn þetta árið.
Sótt er um rafrænt í íbúagátt og verður umsóknum svarað fyrir 30. apríl 2024
Nánari upplýsingar og aðstoð við umsóknir veitir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, sími 488-2000, netfang: jonp@vestmannaeyjar.is
Umsókn um styrk úr Þróunarsjóði leik-, grunn- og tónlistarskóla – rafræn umsókn í íbúagátt
