Fara í efni
06.12.2022 Fréttir

Auglýst er eftir sérkennslustjóra við leikskólann Kirkjugerði

Staða sérkennslustjóra við leikskólann Kirkjugerði er laus til umsóknar. Kirkjugerði er fimm deilda leikskóli, í skólanum dvelja 86 börn á aldrinum eins til fimm ára.

Deildu

Starfshlutfall er 80%.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FL.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu er skilyrði.
  • Sérhæfing og/eða kennslureynsla á leikskólastigi er skilyrði.
  • Þekking á sérkennslumálum og/eða reynsla af sérkennslu er æskileg.
  • Framhaldsmenntun á sviði sérkennslufræða er kostur.
  • Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur og áhugasamur, vera jákvæður og lipur í samskiptum og hafa sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Hafa velferð og þroska barna að leiðarljósi.
  • Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

Meginverkefni:

  • Ábyrgð á skipulagi og framkvæmd sérkennslunnar.
  • Fagleg umsjón og ráðgjöf til kennara og foreldra/forráðamanna.
  • Sér um eftirfylgni og miðlun upplýsinga milli fagaðila.
  • Umsjón með uppeldis- og námsgögnum.
  • Sér um þjálfun barna í sérkennslu.
  • Er tengiliður í samþættingu samkvæmt farsældarlögum.
  • Situr fundi um málefni barna sem þurfa sérfræðiaðstoð samkvæmt boðun yfirmanns.
  • Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum.

Vestmannaeyjabær vill stuðla að jafnrétti kynja og hvetur því alla óháð kyni að sækja um.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. janúar 2023.

Umsóknarfrestur er til og með 19. desember 2022.

Þeir sem ráðnir eru í leikskólann þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá ríkissaksóknara.

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og leyfisbréf/prófskírteini auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni í starfið.

Umsóknir berist með tölvupósti til Eyju Bryngeirsdóttur skólastjóra Kirkjugerðis á netfangið eyja@vestmannaeyjar.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.