Grunnskóli Vestmannaeyja þjónar nemendum í 1. – 10. bekk. Starfsstöðvar eru tvær, yngri deild með nemendum í 1. – 5. bekk og eldri deild, 6. – 10.
bekkur.
Nemendur eru um 550. GRV er Olweusarskóli og þar er einnig unnið eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf við forráðamenn nemenda. Skólinn státar af metnaðarfullum og reynslumiklum starfsmannahóp sem vinnur stöðuglega að því að gera góðan skóla betri. Öflugt íþróttastarf er í Vestmannaeyjum og gott samstarf á milli íþróttahreyfingarinnar og grunnskólans.
Nánari upplýsingar veitir Sigurlás Þorleifsson, skólastjóri GRV, í síma 488-2204 og á netfanginu sigurlas@grv.is. Umsóknarfrestur er til 8. júlí nk.
Umsóknir má senda rafrænt á fyrrgreint netfang eða skila í Ráðhúsið í Vestmannaeyjum v/ Ráðhúströð, 900 Vestmannaeyjar í umslagi merktu: „Umsókn um starf aðstoðarskólastjóra“. Umsóknum skal fylgja greinar-gott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.