Fara í efni
22.07.2012 Fréttir

Auglýsingar um skipulagsmál frá Umhverfis-og skipulagsráði

Umhverfis-og skipulagsráð Vestmannaeyja auglýsir hér eftirfarandi tillögur deiliskipulags sbr. ákvæði Skipulagslaga nr. 123/2010. 
 
Deildu
 
Tillaga af deiliskipulagi á athafnasvæði Ísfélags Vestmannaeyja ásamt umhverfisskýrslu
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum þann 19. júlí 2012 að auglýsa að nýju tillögu deiliskipulags á athafnasvæði Ísfélags Vestmannaeyja í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða skipulagstillögu er lögð fram og kynnt umhverfisskýrsla með vísan í lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2005.
Tillagan felst í meginatriðum í að athafnasvæði er stækkað með landfyllingu, lengingu á löndunarkannti og nýjum byggingarreitum fyrir hráefnistanka. Breytingartillagan er sett fram í greinargerð, á deiliskipulagsuppdrætti. Umhverfisskýrsla og skipulagstillagan verður auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga á tímabilinu 25. júlí 2012 til 5. sept. 2012. Gögn liggja frammi í safnahúsi Ráðshúströð, hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2. hæð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is.
Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til kl. 12:00 þann 5. sept. 2012. Skila skal inn athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa, Tangagötu 1, 900 Vestmannaeyjum. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
 
 
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi austurbæjar
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum þann 19. júlí 2012 að auglýsa breytingartillögu á deiliskipulagi austurbæjar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að byggingarreitir nr. 2-5 við Austurgerði verði feldir út og í stað þeirra kemur bílastæði tengt starfssemi Eldheima.
Breytingartillagan er sett fram í greinargerð og á deiliskipulagsuppdrætti. Tillagan verður auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga á tímabilinu 25. júlí 2012 til 5. sept. 2012. Skipulagsgögn liggja frammi í safnahúsi Ráðshúströð, hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2. hæð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is.
Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til kl. 12:00 þann 5. sept. 2012. Skila skal inn athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa, Tangagötu 1, 900 Vestmannaeyjum. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Skipulagsráð samþykkti á fundi sínum þann 18/7 að innsendar athugasemdir frá auglýstri breytingartillögu deiliskipulags Eldheima gilda við afgreiðslu á breytingartillögu austurbæjar. 
 
 
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum þann 19. júlí 2012 að auglýsa breytingartillögu á deiliskipulagi miðbæjar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir stækkun á byggingarreit hótels Vestmannaeyja. Nýjum bílastæðum og minnkun á byggingareit lóðar Vestmannabraut 29-31.
Breytingartillagan er sett fram í greinargerð, skýringaruppdrætti og á deiliskipulagsuppdrætti. Tillagan verður auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga á tímabilinu 25. júlí 2012 til 5. sept. 2012. Skipulagsgögn liggja frammi í safnahúsi Ráðshúströð, hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2. hæð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is.
Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til kl. 12:00 þann 5. sept. 2012. Skila skal inn athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa, Tangagötu 1, 900 Vestmannaeyjum. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Skýringaruppdráttur (leiðréttur 13.8.2012)
 
 
Tillaga að deiliskipulagi á iðnaðarsvæði IS-4 á Eiði
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum þann 19. júlí 2012 að auglýsa tillögu deiliskipulags á iðnaðarsvæði IS-4 á Eiði í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir byggingarreit fyrir skolpdælustöð og bílastæði við grjótgarð á Eiði.
Tillagan er sett fram í greinargerð og á deiliskipulagsuppdrætti. Tillagan verður auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga á tímabilinu 25. júlí 2012 til 5. sept. 2012. Skipulagsgögn liggja frammi í safnahúsi Ráðshúströð, hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2. hæð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is.
Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til kl. 12:00 þann 5. sept. 2012. Skila skal inn athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa, Tangagötu 1, 900 Vestmannaeyjum. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
 
 
f.h. Umhverfis-og skipulagsráðs
Sigurður Smári Benónýsson,
skipulags- og byggingarfulltrúi.