Fara í efni
04.05.2012 Fréttir

Auglýsingar um skipulagsmál

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðstræti 20.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum þann 26. apríl 2012 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan felst í meginatriðum í að byggingarreitur stækkar, nýting, nýtingarhlutfall sem og hámarks byggingarmagn breytist.
Deildu
 
Breytingartillagan er sett fram í greinargerð, skipulagsuppdrætti og skýringaruppdrætti. Tillagan verður auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga á tímabilinu 4. maí 2012 til 15. júní 2012. Skipulagsgögn liggja frammi í safnahúsi Ráðshúströð, hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2. hæð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is.
Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til kl. 12:00 þann 15. júní 2012. Skila skal inn athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa, Tangagötu 1, 900 Vestmannaeyjum. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
 
Sigurður Smári Benónýsson,
skipulags- og byggingarfulltrúi.