Kynning á tillögu Aðalskipulagsbreytinga fyrir svæðisreiti H-1 og A-2.
Skipulagsfulltrúi fh. Vestmannaeyjabæjar boðar til kynningar á tillögu Aðalskipulagsbreytinga fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila í Vestmannaeyjum á svæðisreitum H-1 og A-2. Tillaga gerir ráð fyrir blandaðri notkun á afmörkuðum hluta reitana og er breytingatillaga sett fram á tillöguuppdrætti og greinargerð.
Kynning fer fram á skrifstofu skipulagsfulltrúa Tangagötu 1 2h., mánudaginn 21. janúar nk. og er opið frá kl. 13:00 til 17:00.
Tillöguuppdrátt er einnig að finna á á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is og geta þeir sem þess óska, fengið tillöguna senda eða kynnt sér tillöguna á öðrum tíma skv. samráði við skipulagsfulltrúa á póstf. bygg@vestmannaeyjar.is eða í síma 4882530.
Sigurður Smári Benónýsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
LOFTMYND af skipulagssvæði
