Bæjarstjórn Vestmannaeyja auglýsir skv. 1 mgr. 21 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014. Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á svæðum Þ-1 og U-2, breytingin felst í því að norðurhluti af svæðinu Þ-1 Þjónustusvæði - skóla, dvalarheimilis og íþróttamiðstöðvar verður skipulagt sem opið svæði til sérstaka nota og verður viðbót við svæði U-2. Svæðismörk U-2 stækka því til suður og verða samhliða Hraunvegi.
Tillagan verður til sýnis í safnahúsi Ráðshúströð, hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2. hæð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar www.vestmannaeyjar.is, frá og með þriðjudeginum 9. maí 2006.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingatillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. maí 2006.
Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna innan tilgreinds frests telst samþykkur henni.
Vestmannaeyjum, 3. maí 2006.
Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar