Breyting fellst í því að:
Skólavegur: Göngustígur milli Strandvegs og Vesturvegs verður að vistgötu.
Hvítingavegur 7: Íbúðarhúsalóð fellur út.
Kirkjuvegur 52: Nýr byggingarreitur við safnahús, stækkun húsnæðis til vesturs.
Hilmisgata 2-10: Nýr byggingarreitur fyrir bílgeymslur.
Að auki verður verður bílastæðum fjölgað milli Vestmannabrautar og Miðstætis, á opnu svæði norðan við Vestmannabraut 22.
Breytingartillagan verður til sýnis hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2. hæð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar,
www.vestmannaeyjar.is, frá 2. október 2008 - 13. nóvember 2008. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna sem skulu hafa borist umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar, Tangagötu 1, eigi síðar 13. nóvember 2008. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni. Nánari upplýsingar veitir skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyja.
Vestmannaeyjum, 26 sept. 2008.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Vestmannaeyja