Tillaga að breytingu á deiliskipulagi austurbæjar - Litlagerði
Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum þann 22. janúar 2007. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi austurbæjarins í Vestmannaeyjum, í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Breytingin felst í meginatriðum í því að gatan Litlagerði er lengd til vesturs og bætast við götuna fjórar einbýlishúsalóðir. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að parhúsalóðinn Litlagerði 6-8 norðan götu verði felld út.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2. hæð, í safnahúsi Ráðhúströð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar www.vestmannaeyjar.is, frá 29. jan. 2007 - 12. mars 2007. Nánari upplýsingar veitir skipulags-og byggingarfulltrúi Vestmannaeyja. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera skriflagar athugasemdir við tillöguna sem skulu hafa borist Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar Tangagötu 1, eigi síðar 12. mars 2007. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni.
Vestmannaeyjum, 29 jan. 2007.
Sigurður Smári Benónýsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyja