Fara í efni
28.01.2015 Fréttir

Auglýsing um nýtt deiliskipulag á miðsvæði, 2. áfangi.

Deildu
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi á miðsvæði, um er að ræða 2. áfanga miðbæjarskipulags. 
 
Deiliskipulagið er síðasti hlekkurinn í deiliskipulagsvinnu Vestmannaeyjabæjar á miðsvæði bæjarins. Svæðið afmarkast af Strandvegi til norðurs, Heiðarvegi og Norðursundi til vesturs. Til suðurs og austurs afmarkast deiliskipulagssvæðið af Deiliskipulagi miðbæjar, samþykktu 2005. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir 1.270 m2 byggingarreit fyrir verslunarhúsnæði við Miðstræti.
 
Tillagan verður auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga á tímabilinu 30. janúar til 13. mars 2015. Skipulagsgögn ligga frammi í safnahúsi Ráðshúströð og hjá umhverfis- og framkvæmdasviði að Skildingavegi 5. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is, undir: Skipulagsmál.
 
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega, til umhverfis- og framkvæmdasviðis Skildingavegi 5, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið bygg@vestmannaeyjar.is, eigi síðar en 13. mars 2015.
 
Hér er hægt að skoða kynningarefni skipulagstillögunar.