Bæjarstjórn Vestmannaeyja auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi á hafnarsvæði H-1.
Deiliskipulagið er síðasti hlekkurinn í skipulagsvinnu á hafnarsvæði. Skipulagssvæðið nær yfir 14,7 ha. og afmarkast af höfninni í norðri og Strandvegi 12 í austri, mörkin fylgja svo Strandvegi í suðri til vesturs með mörkum deiliskipulagi miðbæjarins vestur fyrir Strandveg 102. Deiliskipulagstillagan samanstendur m.a. af fjórum deiliskipulagsáætlunum sem hafa verið samþykktar í bæjarstjórn Vestmannaeyjar, en falla út við gildistöku heildar skipulags á svæðinu.
Tillagan verður auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga á tímabilinu 25. febrúar til 8. apríl 2015. Skipulagsgögn ligga frammi í safnahúsi Ráðshúströð og hjá umhverfis- og framkvæmdasviði að Skildingavegi 5. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is, undir: Skipulagsmál.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega, til umhverfis- og framkvæmdasviðis Skildingavegi 5, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið bygg@vestmannaeyjar.is, eigi síðar en 8. apríl 2015.
Skipulagsfulltrúi
Hér er hægt að skoða kynningarefni skipulagstillögunar.