Auglýsing um námsstyrki á vorönn 2006.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum 29. desember sl. að framlengja styrkveitingar til fjarnámsnema sem áttu að falla úr gildi 31. desember sl. fram til 1. júní 2006.
Um er að ræða námsstyrki til starfsmanna bæjarfélagsins sem stunda a) fjarnám til leikskóla-, grunnskóla-, eða tónlistarkennaraprófs, þroskaþjálfaprófs, prófs í hjúkrunarfræðum á háskólastigi, prófs í tómstunda- og félagsmálafræðum á háskólastigi eða b) fjarnám innan fyrrgreindra starfsstétta í viðurkenndu framhaldsnámi á háskólastigi sem nýtist þeim í starfi við stofnanir sem reknar eru af bæjarfélaginu. Sækja þarf um styrkina til fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyja og er umsóknarfrestur vegna vorannar til 15. janúar 2006.
Jafnframt veitir Vestmannaeyjabær ferðastyrki til fjarnámsnema, sem hafa lögheimili og fasta búsetu í Vestmannaeyjum en þurfa að sækja kennslu eða hafa viðveru á meginlandinu vegna náms síns. Sækja þarf um styrkina til fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyja og er umsóknarfrestur vegna vorannar til 15. janúar 2006.
Umsóknareyðublöð ásamt reglum um styrkina liggja frammi í afgreiðslu Ráðhússins. Einnig má nálgast þau á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja