Fara í efni
26.04.2007 Fréttir

Auglýsing um lausar lóðir

Deildu

Vestmannaeyjabær auglýsir 4 einbýlishúsalóðir í Litlagerði lausar til umsóknar.
Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda vinnureglur um úthlutun lóða í Vestmannaeyjum nr. 131 frá 2006. Nýjar lóðir eru auglýstar sérstaklega (1. auglýsing) með 2ja vikna umsóknarfresti og fer úthlutunin fram skv. vinnureglum.
· Ef lóð er ekki úthlutað eftir 1. auglýsingu eða úthlutun hefur gengið til baka af einhverri ástæðu, er hún auglýst á heimasíðu og hjá umhverfis- og framkvæmdasviði (2. auglýsing) með tveggja vikna umsóknarfresti. Sæki þá aðeins einn um slíka lóð er byggingarfulltrúa heimilt að veita hana, en sæki fleiri fer úthlutunin fram eftir áðurnefndum vinnureglum.
· Lóðir sem ekki ganga út eftir 2. auglýsingu eru ekki auglýstar oftar sérstaklega og er byggingarfulltrúa heimilt að veita þær þegar umsókn berst.

Gögn með umsókn skv. umsóknarblaði:
Einstaklingum ber að leggja fram greiðslumat frá viðurkenndri fjármálastofnun á greiðslugetu sinni á húsnæði. Fyrirtæki skulu leggja fram staðfestingu viðskiptabanka á greiðslugetu sinni.
Umsóknareyðublöð, lóðarblöð, gjaldskrár, skipulags- og byggingaskilmálar og aðrar upplýsingar liggja frammi á skrifstofu umhverfis- og framkvæmdasviðs Tangagötu 1. 2.h.

Vestmannaeyjabær mun nýta heimild í 4. gr. gjaldskrár gatnagerðargjalda og leggja 15% álag á gjaldskrá vegna staðbundinna aðstæðna.

Áætlað er að lóðirnar verði byggingarhæfar í sept. 2007.

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí n.k.

26. apríl 2007
Skipulags- og byggingarfulltrúi

Vinnureglur vð úthlutun byggingarlóða hjá Vestmannaeyjabæ
Deiliskipulag Litlagerði
Litlagerði 21

Litlagerði 23

Litlagerði 25

Litlagerði 27
Lóðarumsókn