Kjörfundur hefst kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00 að kveldi sama dags.
Bænum verður skipt þannig í tvær kjördeildir:
Í 1. kjördeild kjósa þeir, sem skráðir voru með lögheimili 6. júní 2020 við Ásaveg til og með Hásteinsvegi auk þeirra sem eru ótilgreindir og þeirra, sem búa erlendis og njóta kosningaréttar á Íslandi.
Í 2. kjördeild kjósa þeir, sem skráðir voru með lögheimili 6. júní 2020 við Hátún til og með Ægisgötu, auk þeirra, sem búa að Hraunbúðum og húsum er bera bæjarnöfn.
Kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskírteini, getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði.
Yfirkjörstjórn verður til húsa á kjörstað í Akóges, 2. hæð á kjördegi.
Yfirkjörstjórnin í Vestmannaeyjum.
Jóhann Pétursson
Ólafur Elísson
Þór Ísfeld Vilhjálmsson
