Fara í efni
14.09.2006 Fréttir

Auglýsing um ferðastyrki til fjarnámsnema

Vestmannaeyjabær veitir styrki til fjarnámsnema sem hafa lögheimili og fasta búsetu í Vestmannaeyjum en þurfa að sækja kennslu eða hafa viðveru á meginlandinu vegna náms síns. Hámarksst
Deildu

Vestmannaeyjabær veitir styrki til fjarnámsnema sem hafa lögheimili og fasta búsetu í Vestmannaeyjum en þurfa að sækja kennslu eða hafa viðveru á meginlandinu vegna náms síns. Hámarksstyrkur til hvers umsækjenda eru krónur 10.000. Séu umsækjendur fleiri en tuttugu við hverja úthlutun skal koma til hlutfallslegrar lækkunar á styrkveitingu til hvers og eins í samræmi við fjölda umsækjenda í hvert skipti, en Vestmannaeyjabær leggur kr. 200.000 í verkefnið hverju sinni. Sótt skal um styrki þessa til fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar fyrir 15. janúar og 15. september ár hvert. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um styrkina má finna á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar og liggja jafnframt frammi í afgreiðslu Ráðhússins.

Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyja