Fara í efni
06.05.2014 Fréttir

Auglýsing frá yfirkjörstjórn Vestmannaeyjabæjar

Framboðsfrestur til sveitarstjórnarkosninga í Vestmannaeyjum laugardaginn 31. maí 2014 rennur út laugardaginn 10. maí nk. kl. 12.00 á hádegi.

Deildu

Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum þann dag kl. 10.00 til 12.00 í fundarherbergi Sparisjóðs Vestmannaeyja, Bárustíg 15, Vestmannaeyjum.

Á framboðslista skulu vera að lágmarki 7 nöfn frambjóðenda og eigi fleiri en 14.  Framboðslista fylgi yfirlýsing þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann.  Hverjum lista skal fylgja skrifleg yfirlýsing 40 meðmælenda hið fæsta og eigi fleiri en 80.  Þá skal fylgja tilkynning um hverjir séu umboðsmenn listans.

Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri.

Greina skal fullt nafn, kennitölu og heimilisfang hvers meðmælanda.

Vestmannaeyjum 5. maí 2014

Yfirkjörstjórn Vestmannaeyjabæjar

Jóhann Pétursson

Ólafur Elísson

Þór Ísfeld Vilhjálmsson