Í lok síðast þings samþykkti Alþingi ný lög um vinnumarkaðsaðgerðir.
Í þessum lögum er það fastbundið að atvinnumál fatlaðra skuli vera á verksviði Vinnumálastofnunar og flytjast frá svæðisskrifstofum málefna fatlaðra og þar með frá Vestmannaeyjabæ sem sinnt hefur þessum málaflokki skv. þjónustusamningi við félagsmálaráðuneytið.
Með þessari tilfærslu er lögð áhersla á að þjónusta við fatlaða skuli vera með sama hætti og fyrir aðra þjóðfélagshópa og er það í samræmi við eitt helsta stefnu-og baráttumál Hlutverks, samtaka um vinnu og verkþjálfun fatlaðra, sem nú er komið í höfn.
Ekki liggur fyrir hvenær þessari yfirfærsla fer fram eða hvenær henni verði lokið en þar sem núgildandi samningur við félagsmálaráðuneytið um þjónustu við fatlaða rennur út um áramótin er ekki ólíklegt að breytingar þessar taki gildi ekki síðar en um næstkomandi áramót.
Hera Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri félags - og fjölskyldusviði Vestmannaeyjabæjar.