Fara í efni
06.03.2015 Fréttir

Atvinnuauglýsing

Hamar  hæfingarstöð auglýsir eftir iðjuþjálfa, þroskaþjálfa eða öðrum með háskólamenntun á sviði mennta-, félags- eða heilbrigðisvísinda sem nýtist í starfi. Starfshlutfallið er 80%.

Deildu
Hamar hæfingarstöð hefur verið starfrækt síðan í febrúar 2009. Hlutverk hæfingar er að veita dagþjónustu, hæfingu og/eða starfsþjálfun í samræmi við áhuga og færni einstaklingsins. Markmið hæfingar er að draga úr áhrifum fötlunar og auka hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi.

Hæfniskröfur

·         Háskólamenntun á sviði mennta-, félags- eða heilbrigðisvísinda sem nýtist í starfi, s.s iðjuþjálfun og þroskaþjálfun.

·         Umfangsmikil þekking og reynsla af ráðgjöf og þjónustu við fatlað fólk.

·         Hæfni í mannlegum samskiptum.

·         Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar.

Starfslýsing

·         Viðkomandi starfsmaður mun hafa umsjón með verkefnum og samhæfingu faglegs starfs innan hæfingar, s.s. skipulagningu og verkefnastjórnun í       samráði við forstöðumann.

·         Veitir leiðsögn með því markmiði að auka færni einstaklingsins til þátttöku í daglegu lífi.

·         Verkefnaval miðar að verkþjálfun, persónulegri umhirðu, heimilishaldi, félagslegum þáttum, hreyfingu og afþreyingu.

·         Veitir stuðningsfulltrúum hæfingar leiðsögn og ráðgjöf í starfi.

·         Vinnur í samræmi við stefnumörkun hæfingar og lög um málefni fatlaðs fólks

Unnið er samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks. Laun og kjör skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknareyðublöð má nálgast í þjónustuveri Ráðhúss eða á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, http://vestmannaeyjar.is/ , undir stjórnsýsla, eyðublöð og atvinnuumsókn. Umsóknum skal skila í þjónustuver Ráðhúss merkt ,,Hamar hæfingarstöð - atvinna“.

Umsóknarfrestur er til 20. mars 2015. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 15. maí n.k.

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Hamars, Lísa Njálsdóttir, í síma 488-2620 eða lisa@vestmannaeyjar.is