Fara í efni
08.08.2014 Fréttir

Atvinna - Íþróttamiðstöð

Óskað er eftir starfsmönnum í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja og Týsheimili.
Um er að ræða tvær stöður yfir vetrartíma í 55-65% starfshlutfalli. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf sem fyrst.
 
 
Deildu
 Vinnutími á virkum dögum fyrir hádegi og seinni part dags. Samkomulag um vaktaskipan. Í starfinu felst m.a baðvarsla, sundlaugarvarsla, hreingerningar, afgreiðsla o.fl.
  
Einnig er óskað eftir starfsmönnum í tímabundnar afleysingar vegna veikinda. Unnið er á dag – kvöld- og helgarvöktum.
 
Leitað er að traustum starfsmönnum með góða þjónustulund sem eiga gott með að umgangast börn jafnt sem fullorðna. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri, standast hæfnispróf sundstaða og skila inn saka- og heilbrigðisvottorði áður en þeir hefja störf.
Frekari upplýsingar um hæfniskröfur fást hjá forstöðumanni.
 
Umsóknarfrestur er til 13. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 488-2401 og 694-2456. Einnig á netfangið sportvm@vestmannaeyjar.is