Hæfniskröfur:
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
- Sérhæfing á leikskólastigi eða reynsla af leikskólastarfi.
- Góð skipulagshæfni.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
Helstu verkefni
Uppeldi og menntun:
-
Vinna að uppeldi og menntun barna.
- Fylgjast með velferð barna og hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
Stjórnun og skipulagning:
- Taka þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
- Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
Foreldrasamvinna:
- Vinna í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
- Sitja foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 4.janúar 2022.
Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Félags leikskólakennara.
Umsókn, ásamt afriti af leyfisbréfi og ferilskrá, skal senda til leikskólastjóra á netfangið bjarney@vestmannaeyjar.is merkt „Leikskólakennari Kirkjugerði“. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.
Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.
Frekari upplýsingar gefur Bjarney Magnúsdóttir leikskólastjóri Kirkjugerðis í síma 488 2280.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknarfresur er til 10.desember 2021.
