Óskum eftir starfsfólki í félagslega liðveislu fyrir börn og fullorðna.
Félagsleg liðveisla felur í sér persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, s.s. stuðning til að stunda íþróttir/líkamsrækt, fara á menningartengda viðburði og annað félagsstarf.
Um er að ræða hlutastarf, 8-16 tímar í mánuði sem getur hentað vel sem aukastarf með námi eða öðru starfi.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Björg Ólöf Bragadóttir í síma 488 2000 eða bjorg@vestmannaeyjar.is
Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020.
Umsóknir skulu berast rafrænt í gegnum íbúagátt Vestmannaeyjabæjar. Einstaklingar sem hafa ekki rafræn skilríki geta fengið leiðbeiningar í þjónustuveri í síma 488 2000.
Launakjör eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga, Stavey eða Drífanda stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember næstkomandi.
