Fara í efni
31.05.2022 Fréttir

Atvinna í boði

Staða deildarstjóra

Deildu

Laus er til umsóknar staða deildarstjóra í leikskólanum Kirkjugerði í Vestmannaeyjum. Um er að ræða 100% stöðu

Hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Sérhæfing á leikskólastigi eða reynsla af leikskólastarfi.
  • Góð skipulagshæfni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.

Helstu verkefni:

Uppeldi og menntun:

  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólastefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá, lögum um leikskóla og starfsáætlun leikskólans.
  • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna og hlúir að andlegri og líkamlegri verferð þeirra.
  • Ber ábyrgð á starfi, skipulagi og þróun starfs á viðkomandi deild.
  • Ber ábyrgð á samstarfi við aðila er tengajst deild og skólasamfélagi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Björk Guðnadóttir aðstoðarleikskólastjóri Kirkjugerðis í síma 488 2280 eða með tölvupósti á netfangið astabjork@vestmannaeyjar.is.

Umsókn, ásamt afriti af leyfisbréfi og ferilskrá, skal senda til aðstoðarleikskólastjóra á netfang astabjork@vestmannaeyjar.is merkt „Deildarstjóri Kirkjugerði“.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Félags leikskólakennara. Þeir sem ráðnir eru á leikskólann þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá rikissaksóknara.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2022