Hlutverk Þjónustukjarnans er að veita íbúum stuðning og leiðsögn í öllu er varðar persónulega hagi og heimilisrekstur svo sem þrifnað, þvott, matreiðslu, innkaup og annað samkvæmt starfslýsingu. Einnig skal þeim veittur stuðningur í tómstundastarfi og fá fylgd s.s. til lækna, í klippingu o.s.frv.
Starfshlutfall: Laust er í þrjár afleysingastöður 50-75% með möguleika á framtíðarstarfi.
Vinnufyrirkomulag: Vaktavinna, virka daga, á kvöldin og um helgar
Ráðningartímabil: Eftir samkomulagi. Um er að ræða afleysingarstöður með möguleika á framtíðarstarfi.
Helstu verkefni:
- Starfsmaður sér um almenna umönnun skjólstæðinga vegna líkamlegra og félagslegra þarfa eftir því sem við á. Nálægð við þjónustuþega er mikil.
- Önnur verkefni eru heimilisstörf s.s. þvottar, þrif, matargerð
- Starfsmaður fylgir skjólstæðingum vegna ýmissa erinda utan heimilis s.s. til lækna, tannlækna, í klippingu, fatakaup, tómstundir, íþróttir, kirkja o.fl. og aðstoðar þá eftir þörfum.
- Starfsmenn þurfa að kynnast íbúum vel til að geta lesið í þeirra langanir og þarfir og geta áttað sig á ef eitthvað bjátar á hjá íbúanum sem hann á erfitt með að koma í orð sjálfur.
- Starfið getur einnig falist í meðferðarvinnu íbúa og krefst þess að starfsmaður sé ávallt athugull og vakandi fyrir breytingum á atferli íbúa og líðan hans.
Hæfniskröfur:
- Kostur er að hafa reynslu og áhuga á að vinna með fötluðu fólki.
- Góð samskiptafærni og þjónustulund.
- Frumkvæði og samviskusemi.
- Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreint sakavottorð.
Upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Sigurjónsdóttir forstöðukona í síma 488 2550 / 6903497 eða á netfangið ingibjorg@vestmannaeyjar.is , umsóknir skulu berast á sama netfang.
Laun skv. kjarasamningi SÍS og Stavey/Drífandi
Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.
Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2022.
