Óskum eftir að ráða starfsmann í 75% starf í stuðningsþjónustu. Starfið felur í sér aðstoð við einstaklinga inni á heimili þeirra við athafnir daglegs lífs, þrif, matarinnkaup ofl. Starfið felur í sér dag, kvöld og helgarvinnu og er vinnutími breytilegur.
Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða og góðrar hæfni í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Allar frekari upplýsingar gefur deildarstjóri stuðningsþjónustu Kolbrún Anna Rúnarsdóttir í síma 488 2607 eða með tölvupósti: kolla@vestmannaeyjar.is
Umsóknir óskast sendar í gegnum mínar síður hjá Vestmannaeyjabæ.
Launakjör eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Stavey eða Drífanda stéttarfélags.
Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020.
Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2022.
