Dagdvöl er stuðningsúrræði við þá sem búa í heimahúsum en þurfa að staðaldri eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima.
Í dagdvöl er boðið upp á einstaklingsmiðaða þjónustu byggða á mati á þörfum einstaklinga og lögð er áhersla á þjónustu til sjálfshjálpar. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að virkja einstaklinga félagslega og í athöfnum daglegs lífs. Markmiðið er að einstaklingum líði vel og fái þá þjónustu sem er við hæfi hvers og eins.
Helstu verkefni:
- Starfsmaður sér um almenna umönnun skjólstæðinga vegna líkamlegra og félagslegra þarfa eftir því sem við á og í samráði við næsta yfirmann
- Starfsmenn dagdvalar aðstoðað skjólstæðinga okkar við böðun og aðra persónulega þjónustu.
- Að aðstoða skjólstæðinga við ýmiskonar félagsstarf og tómstundaiðju.
- Létt þrif á aðstöðu dagdvalar til þess að gæta hreinlætis hjá okkur
- Að aðstoða við hádegismat og kaffitíma
- Eftirlit með líðan fólks
- Að lokum er helsta verkefnið okkar starfsmanna hér í dagdvöl að láta fólkinu okkar líða vel og taka á móti öllu okkar fólki með hlýju og virðingu.
Hæfniskröfur:
- Sjúkraliðamenntun eða sambærileg menntun
- Hefur náð 18 ára aldri
- Hreint sakavottorð
- Er samviskusamur, frumkvæðin og stundvís
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Lind Geirsdóttir, deildarstjóri dagdvalar í síma 488 2610 / 841 8881 eða á netfangið ragnheidurg@vestmannaeyjar.is
Umsókn ásamt kynningarbréfi og ferilskrá skal skilað á netfangið: ragnheidurg@vestmannaeyjar.is merkt ,,Starfsmaður í dagdvöl aldraðra“.
Laun og kjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðningu er lokið.
Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.
Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2022.
