Fara í efni
10.12.2021 Fréttir

Atvinna í boði

Tölvuumsjón Vestmannaeyjabær

Deildu

Vestmannaeyjabær auglýsir laust til umsóknar starf á tölvudeild. Starfið felur í sér tölvuumsjón og notendaþjónustu fyrir stofnanir sveitarfélagsins. Um er að ræða 100% starf.

Leitað er að áhugasömum og jákvæðum einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér nýjungar og er lausnarmiðaður við nálgun verkefna

Helstu verkefni:

  • Notendaþjónusta á fjölbreyttum vinnustöðum Vestmannaeyjabæjar
  • Aðstoð við daglegan rekstur tölvukerfa
  • Þátttaka í verkefnum er snúa að rafrænni og stafrænni þróun

Hæfniskröfur:

  • Færni í mannlegum samskiptum, rík þjónustulund, jákvæð og lausnarmiðuð nálgun verkefna.
  • Stúdentspróf, sambærileg menntun og/eða námskeið á starfssviðinu er kostur
  • Fagleg og nákvæm vinnubrögð. Rík trúnaðarskylda er um meðhöndlun og varðveislu gagna
  • Hæfni og áhugi fyrir að kynna sér rafrænar og stafrænar nýjungar og lausnir
  • Þekking á Microsoft umhverfi er kostur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hallgrímur G. Njálsson, deildarstjóri tölvudeildar, í síma 488 2026, eða með tölvupósti á halli@vestmannaeyjar.is

Umsókn ásamt kynningarbréfi og menntunar-og starfsferilsskrá óskast send með tölvupósti á netfangið halli@vestmannaeyjar.is og merkt „starf á tölvudeild.“ 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Starfið er laust frá 10. janúar 2022. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðningu er lokið.

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.

Umsóknarfrestur er til og með 30. desember 2021.