Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja var stofnað árið 1980 og er eitt af 20 héraðsskjalasöfnum á Íslandi og lýtur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Héraðsskjalasafnið er ekki sjálfstæð stofnun innan sveitarfélagsins heldur telst hluti af rekstri Safnahúss. Stjórnsýslulegt hlutverk héraðsskjalasafns er að varðveita, skrá og gera aðgengileg skjöl sveitarfélagsins. Einnig að gegna eftirlitsskyldu og annast ráðgjöf varðandi skjalavörslu, gerð skjalavistunaráætlana og bréfalykla fyrir stofnanir sveitarfélagsins. Þá gegnir héraðsskjalasafnið því menningarlega hlutverki að safna einkaskjölum á borð við dagbækur og bréfasöfn eða öðrum persónulegum handrituðum heimildum sem geti aukið skilning á menningu og mannlífi fyrri tíðar í Vestmannaeyjum.
Helstu verkefni héraðsskjalavarðar eru:
- Að annast skráningu veita aðgang að skjölum og öðrum safnkosti.
- Hafa umsjón með, skipuleggja og veita ráðgjöf um rafræna skjalavistun og rafræn skjalavistunarkerfi sveitarfélagsins.
- Að annast daglega umsýslu, m.a. aðstoð við gesti, heimildaöflun, móttöku gjafa.
- Að innheimta þau skjöl frá stofnunum, embættum og fyrirtækjum Vestmannaeyjabæjar sem skylt er að afhenda samkvæmt lögum og hafa eftirlit með skjalavörslu þeirra.
- Að afhenda Þjóðskjalasafni þau skjöl sem þangað eiga að fara þannig að þau séu fullnægjandi skráð og aðgengileg til notkunar.
- Að leiðbeina um vistun, varðveislu og grisjun skjala og hafa eftirlit með því að opinberum reglum sé fylgt.
- Að vinna ásamt skólum í Vestmannaeyjum við að efla skilning og áhuga yngri kynslóða á þeim menningararfi sem varðveittur er í söfnum með ýmiss konar samstarfi.
- Að sjá um reglubundna safnfræðslu héraðsskjalasafnsins í samstarfi við aðra starfsmenn.
Hæfniskröfur:
- Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla og þekking á sviði safnamála er kostur.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Samskiptahæfni, jákvæðni, lipurð í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
- Góð íslensku- og enskukunnátta ásamt getu til að setja fram á skýran hátt mál í ræðu og riti.
-
Æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á notkun algengra tölvuforrita, s.s. OneSystems og Office.
-
Þekking og áhugi á menningu og sögu Vestmannaeyja.
- Aðrir þættir sem nýst geta í starfi.
Staðan er laus frá 1. janúar 2022.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss í síma 488 2040 eða með tölvupósti, kari@vestmannaeyjar.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknir ásamt menntunar- og starfsferilsskrám óskast sendar með tölvupósti á netfangið postur@vestmannaeyjar.is og merktar „Héraðsskjalavörður“. Einnig er unnt að skila umsóknum til bæjarskrifstofu Vestmannaeyja, Bárustíg 15, 900 Vestmannaeyjum, en þá þurfa umsóknir að hafa borist eigi síðar en 17. desember 2021.
Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020.
Umsóknarfrestur um starfið er til 17. desember 2021
