Fara í efni
04.11.2021 Fréttir

Atvinna í boði

Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða verkefnastjóra hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar.

Deildu

Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar er stoðdeild við önnur svið Vestmannaeyjabæjar og sinnir einnig þjónustu við bæjarbúa. Undir Umhverfis- og framkvæmdasvið falla fasteignir sveitarfélagsins, byggingar- og skipulagsmál, fráveita, Vestmannaeyjahöfn, Þjónustumiðstöð, slökkvilið og umhverfismál ásamt almannavörnum. Starfsstöð er hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Skildingavegi 5 í Vestmannaeyjum.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með viðhaldi og endurbótum mannvirkja.
  • Umsjón og eftirlit með nýframkvæmdum.
  • Áætlanagerð og eftirfylgni.
  • Yfirferð og eftirlit með kostnaði
  • Skýrslugerð
  • Umsjón með fráveituframkvæmdum
  • Eftirlit með gatnalýsingu

Hæfniskröfur.

  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af framkvæmdum, hvort sem er á sviði mannvirkja eða jarðvinnu.
  • Þekking og reynsla af vélbúnaði ýmiskonar t.d. dælukerfum er kostur
  • Þekking á Auto-Cad, Microstation eða sambærilegum forritum er kostur.
  • Almenn tölvuþekking nauðsynleg
  • Annað sem nýtist í starfi

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs á netfanginu olisnorra@vestmannaeyjar.is

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.

Umsóknir skulu sendar á netfangið olisnorra@vestmannaeyjar.is

Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember 2021.