Fara í efni
18.11.2010 Fréttir

Tölvustjóri Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir tölvustjóra sem sinnir almennri tölvuþjónustu fyrir Vestmannaeyjabæ, sinnir tölvukerfum, uppbyggingu og viðhaldi þeirra sem og endurnýjun. Einnig skal tölvustjóri hafa umsjón með símkerfi sveitarfélagsins, heimasíðum og kynningu og kennslu til starfsmanna.
 
Deildu
Leitað er eftir háskólamenntuðum starfsmanni með þekkingu á rekstri netkerfa, SQL kerfa og Navision ásamt Microsoft Exchange og öðrum Microsoft hugbúnaði. Gerð er krafa um verulega starfsreynslu á sviði rekstrar, viðhalds og uppsetningar tölvukerfa.
 
Laun skv. kjarasamningi STAVEY og launanefndar sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar gefur Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri Stjórnsýslu- og fjármálasviðs í síma 488-2000.
Umsóknum skal skilað fyrir 28. nóv 2010 í Ráðhús Vestmannaeyja, Kirkjuvegi 50, 900 Vestmannaeyjum merkt TÖLVUSTJÓRI. Einnig er hægt að skila umsóknum á netfangið rut@vestmannaeyjar.is